Framkvæmdastjórn og skipulag


Samkvæmt skipuriti bankans eru svið bankans sjö: Einstaklingssvið, Fyrirtækjasvið, Markaðir, Áhættustýring, Fjármál, Þróun & mannauður og Rekstur & upplýsingatækni. Framkvæmdastjórn skipa átta manns, bankastjóri og framkvæmdastjórar sviðanna.

Fara neðar

Bankastjóri

Bankastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru öðrum falin með lögum, samþykktum bankans eða ákvörðunum bankaráðs.

Steinþór Pálsson

Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Steinþór hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum við banka og framleiðslufyrirtæki, bæði innanlands og erlendis, og mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun. Steinþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla. Bankastjóri annast daglegan rekstur Landsbankans og fylgir ákvörðunum bankaráðs eftir.

Fyrirtæki

Meginhlutverk Fyrirtækjasviðs snýr að þjónustu við fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans heyrir einnig undir sviðið.

Árni Þór Þorbjörnsson

Árni er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði. Hann hlaut löggildingu í Corporate Finance frá Securities & Investment Institute í London 2005. Árni hóf störf hjá Landsbankanum 1996.

Einstaklingar

Meginhlutverk Einstaklingssviðs er að annast viðskipti við einstaklinga og að auki veita útibú á landsbyggðinni fyrirtækjum alla almenna bankaþjónustu.

Helgi Teitur Helgason

Helgi lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1998. Helgi var áður útibússtjóri á Akureyri en varð framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs 2010.

Markaðir

Meginhlutverk Markaða er að annast þjónustu er snýr að sölu og miðlun verðbréfa, viðskiptavakt, fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Hrefna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi frá Tryggingaskólanum og löggildingarprófi í verðbréfaviðskiptum. Hrefna hóf störf hjá Landsbankanum 2010.

Fjármál

Fjármál bera ábyrgð á fjárstýringu bankans, reikningshaldi og áætlanagerð. Undir sviðið heyra einnig Lögfræðideild og Endurútreikningur lána.

Hreiðar Bjarnason

Hreiðar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, er með MSc gráðu í fjármálafræðum frá London Business School og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hreiðar hefur starfað í Landsbankanum frá 1998. Hreiðar er staðgengill bankastjóra.

Þróun & mannauður

Meginhlutverk Þróunar & mannauðs er að leiða framþróun og breytingar í bankanum og styðja við aðrar einingar við innleiðingu á stefnu bankans.

Jensína Kristín Böðvarsdóttir

Jensína er með BSc-gráðu í auglýsingafræðum frá San Jose State University og lauk MBA-prófi með áherslu á neytendahegðun og markaðsfræði frá University of San Diego 1995. Jensína hóf störf hjá Landsbankanum 2010.

Áhættustýring

Áhættustýring ber ábyrgð á greiningu áhættu og eftirliti með henni og gegnir enn fremur veigamiklu hlutverki í útlánaferli bankans.

Perla Ösp Ásgeirsdóttir

Perla er með MSc-gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Perla hóf störf hjá Landsbankanum sem forstöðumaður Áhættustýringar 2010 og varð framkvæmdastjóri Áhættustýringar síðar sama ár.


Rekstur & upplýsingatækni

Undir sviðið heyra fimm deildir sem eiga það sameiginlegt að koma að rekstri og innviðum bankans. Þetta eru Upplýsingatækni, Viðskiptaumsjón, Lánaumsjón, Eignadeild og Fullnustudeild (Hömlur).

Ragnhildur Geirsdóttir

Ragnhildur lauk CS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1995, MSc-prófi í iðnaðarverkfræði frá University of Wisconsin, Madison 1996 og MSc-prófi í viðskiptafræði frá sama skóla 1998. Ragnhildur hóf störf í Landsbankanum 2012.

Skipurit Landsbankans