Stjórn og skipulag

Fara neðar

Stjórn og skipulag


Góðir stjórnarhættir Landsbankans stuðla að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila og styrkja hlutlægni, heilindi, gagnsæi og ábyrgð í stjórnarháttum bankans.

Stjórnarháttayfirlýsing (pdf)

Fara neðar

Ávarp Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs


„Landsbankinn stendur á margan hátt á tímamótum. Það gildir í senn um ytri aðstæður sem og starfið innan bankans. Eftirhret bankahrunsins að mestu leyti að baki og framundan eru skref til afléttingar hafta á fjármagnshreyfingar.“

Lesa ávarpið

Fara neðar

Ávarp Steinþórs Pálssonar bankastjóra


„Staða Landsbankans styrktist á árinu 2014. Efnahagur bankans hefur aldrei verið traustari, bankinn býr að mjög sterkri eigin- og lausafjárstöðu auk þess sem búið er að lengja verulega í erlendum lánum.“

Lesa ávarpið

Fara neðar

Bankaráð og stjórnarhættir


Bankaráð Landsbankans er kjörið á aðalfundi til árs í senn og eru kjörnir sjö aðalmenn og tveir varamenn. Bankaráð hefur yfirumsjón með starfsemi bankans í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Bankaráð mótar almenna stefnu bankans og skal sjá til þess að skipulag og starfsemi bankans sé jafnan í réttu horfi.

Nánar um bankaráð og stjórnarhætti

Fara neðar

Framkvæmdastjórn og skipulag


Svið bankans eru sjö talsins: Einstaklingssvið, Fyrirtækjasvið, Markaðir, Áhættustýring, Fjármál, Þróun og mannauður og Rekstur og upplýsingatækni. Framkvæmdastjórn skipa átta manns, bankastjóri og framkvæmdastjórar sviðanna.

Nánar um framkvæmdastjórn og skipulag