Samfélagsstuðningur Landsbankans er mikilvægur liður í stefnu bankans um samfélagsábyrgð. Landsbankinn styður fjölmörg samfélagsverkefni með beinum fjárframlögum, bæði úr Samfélagssjóði og með gagnkvæmum samstarfssamningum.
115 milljónir króna
Að auki er áhersla lögð á að bjóða viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf sem hefur skýra samfélagslega tengingu.
Bankinn styrkir samfélagsverkefni, þar með talið menningarstarf og listastarf, einkum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi í gegnum Samfélagssjóð, þar sem engar kröfur eru ekki gerðar á móti styrkjum, í öðru lagi með samstarfssamningum með gagnkvæmum ávinningi og loks fyrir tilstilli útibúa sem styðja vel við bakið á verkefnum í heimabyggð.
Undir hatti Samfélagssjóðs eru nú fimm aðskildar úthlutanir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir, umhverfisstyrkir og afreksstyrkir sem veittir eru annað hvert ár. Áhersla er lögð á að stuðningur sé fjölbreyttur og nýtist mörgum.
Alls nam fjárhagslegur stuðningur bankans um 115 milljónum króna árið 2014, en til viðbótar við beinan fjárhagslegan stuðning leggur bankinn áherslu á að bjóða viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf sem hefur skýra samfélagslega tengingu. Loks vill bankinn vera virkur þátttakandi í samfélagsverkefnum með ráðgjöf og sjálfboðastarfi starfsmanna.
Fagaðilar utan bankans skipa meirihluta úthlutunarnefnda í samfélagssjóði bankans. Farvegur fyrir styrki er skýr og hafa allir umsækjendur jafna möguleika til að sækja um.
Samfélagssjóður Landsbankans gegnir lykilhlutverki í stuðningi bankans við samfélagið. Árið 2014 voru veittir ferns konar styrkir: afreksstyrkir, námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Alls námu styrkir úr Samfélagssjóði 29 milljónum króna á árinu. Nýsköpunarstyrkir, sem fyrirhugað var að veita á árinu, voru greiddir út í upphafi árs 2015, samtals 15 milljónir króna.
Landsbankinn leitast við að auka beina þátttöku starfsmanna í samfélagsverkefnum, meðal annars með ráðgjöf og sjálfboðastarfi á vinnutíma. Á síðasta ári lögðu starfsmenn meðal annars fram vinnu við jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar.
Landsbankinn hefur ennfremur boðið fram sérfræðiþekkingu starfsmanna við ráðgjöf á ýmsum sviðum sem tengjast fjármálum og nýsköpun. Haldin hafa verið námskeið og fjármálakvöld um land allt. Þá hafa starfsmenn setið í dómnefndum, meðal annars í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit, sem Landsbankinn styrkir.
Hæstu styrkir árið 2014 < 1.000.000 kr. | |
---|---|
Þróunarsjóður ferðaþjónustunnar – Ísland allt árið | 20.000.000 kr. |
Samfélagsstyrkir – 50 styrkir | 15.000.000 kr. |
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum | 11.000.000 kr. |
Knattspyrnusamband Íslands | 7.500.000 kr. |
Námsstyrkir – 15 styrkir | 6.000.000 kr. |
Umhverfisstyrkir – 14 styrkir | 5.000.000 kr. |
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð | 5.000.000 kr. |
UMFÍ | 3.500.000 kr. |
Afreksstyrkir – 11 styrkir | 3.000.000 kr. |
Menningarnætursjóður | 3.000.000 kr. |
Spítalinn okkar | 2.500.000 kr. |
KKÍ | 2.250.000 kr. |
Ráðstefnuborgin Reykjavík | 2.000.000 kr. |
Listahátíð í Reykjavík | 2.000.000 kr. |
Innovit – Gulleggið | 1.850.000 kr. |
Ljósanótt – bæjarhátíð í Reykjanesbæ | 1.500.000 kr. |
Listasafn Íslands | 1.300.000 kr. |
Barnaspítalasjóður Hringsins | 1.000.000 kr. |
Hjálparstarf kirkjunnar, aðstoð innanlands | 1.000.000 kr. |
Mæðrastyrksnefnd, aðstoð innanlands | 1.000.000 kr. |
Rauði kross Íslands, aðstoð innanlands | 1.000.000 kr. |
UNICEF, landssöfnun til hjálparstarfs í Vestur-Afríku | 1.000.000 kr. |
Skylmingasamband Íslands | 1.000.000 kr. |
Hæstu styrkir - flokkað | |
---|---|
Samfélagsstyrkir - blandað | |
Samfélagsstyrkir – 50 styrkir | 15.000.000 kr. |
Mannúð | |
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð | 5.000.000 kr. |
Spítalinn okkar | 2.500.000 kr. |
Barnaspítalasjóður Hringsins | 1.000.000 kr. |
Hjálparstarf kirkjunnar, aðstoð innanlands | 1.000.000 kr. |
Mæðrastyrksnefnd, aðstoð innanlands | 1.000.000 kr. |
Rauði kross Íslands, aðstoð innanlands | 1.000.000 kr. |
UNICEF, landssöfnun til hjálparstarfs í Vestur-Afríku | 1.000.000 kr. |
Menning | |
Menningarnætursjóður | 3.000.000 kr. |
Listahátíð í Reykjavík | 2.000.000 kr. |
Ljósanótt - bæjarhátíð í Reykjanesbæ | 1.500.000 kr. |
Listasafn Íslands | 1.300.000 kr. |
Menntun | |
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum | 11.000.000 kr. |
Námsstyrkir - 15 styrkir | 6.000.000 kr. |
Íþróttir
|
|
Knattspyrnusamband Íslands | 7.500.000 kr. |
UMFÍ | 3.500.000 kr. |
Afreksstyrkir - 11 styrkir | 3.000.000 kr. |
KKÍ | 2.250.000 kr. |
Skylmingasamband Íslands | 1.000.000 kr. |
Nýsköpun og atvinnulíf |
|
Þróunarsjóður ferðaþjónustunnar - Ísland allt árið | 20.000.000 kr. |
Ráðstefnuborgin Reykjavík | 2.000.000 kr. |
Innovit - Gulleggið | 1.850.000 kr. |
Umhverfismál | |
Umhverfisstyrkir - 14 styrkir | 5.000.000 kr. |