Stuðningur og styrkir


Samfélagsstuðningur Landsbankans er mikilvægur liður í stefnu bankans um samfélagsábyrgð. Landsbankinn styður fjölmörg samfélagsverkefni með beinum fjárframlögum, bæði úr Samfélagssjóði og með gagnkvæmum samstarfssamningum.

Fara neðar

Heildarstuðningur við samfélagsmál

115 milljónir króna

Að auki er áhersla lögð á að bjóða viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf sem hefur skýra samfélagslega tengingu.

Bankinn styrkir samfélagsverkefni, þar með talið menningarstarf og listastarf, einkum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi í gegnum Samfélagssjóð, þar sem engar kröfur eru ekki gerðar á móti styrkjum, í öðru lagi með samstarfssamningum með gagnkvæmum ávinningi og loks fyrir tilstilli útibúa sem styðja vel við bakið á verkefnum í heimabyggð.

Undir hatti Samfélagssjóðs eru nú fimm aðskildar úthlutanir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir, umhverfisstyrkir og afreksstyrkir sem veittir eru annað hvert ár. Áhersla er lögð á að stuðningur sé fjölbreyttur og nýtist mörgum.

Alls nam fjárhagslegur stuðningur bankans um 115 milljónum króna árið 2014, en til viðbótar við beinan fjárhagslegan stuðning leggur bankinn áherslu á að bjóða viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf sem hefur skýra samfélagslega tengingu. Loks vill bankinn vera virkur þátttakandi í samfélagsverkefnum með ráðgjöf og sjálfboðastarfi starfsmanna.

Fagaðilar utan bankans skipa meirihluta úthlutunarnefnda í samfélagssjóði bankans. Farvegur fyrir styrki er skýr og hafa allir umsækjendur jafna möguleika til að sækja um.

Heildarstuðningur við samfélagsmál (utan útibúa) í m. kr.

Samfélagssjóður

Samfélagssjóður Landsbankans gegnir lykilhlutverki í stuðningi bankans við samfélagið. Árið 2014 voru veittir ferns konar styrkir: afreksstyrkir, námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Alls námu styrkir úr Samfélagssjóði 29 milljónum króna á árinu. Nýsköpunarstyrkir, sem fyrirhugað var að veita á árinu, voru greiddir út í upphafi árs 2015, samtals 15 milljónir króna.

Sjálfboðastarf og ráðgjöf

Landsbankinn leitast við að auka beina þátttöku starfsmanna í samfélagsverkefnum, meðal annars með ráðgjöf og sjálfboðastarfi á vinnutíma. Á síðasta ári lögðu starfsmenn meðal annars fram vinnu við jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar. 

Landsbankinn hefur ennfremur boðið fram sérfræðiþekkingu starfsmanna við ráðgjöf á ýmsum sviðum sem tengjast fjármálum og nýsköpun. Haldin hafa verið námskeið og fjármálakvöld um land allt. Þá hafa starfsmenn setið í dómnefndum, meðal annars í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit, sem Landsbankinn styrkir.

Markmið með styrkjum úr Samfélagssjóði

  • Fjölbreyttur stuðningur við samfélagið sem nýtist mörgum.
  • Fagfólk skipar meirihluta dómnefnda.
  • Jafnræði og dreifing við úthlutun styrkja er tryggð eins og kostur er.
  • Landsbankinn leggur áherslu á að starfsmenn geti samræmt vinnu sína og einkalíf.
  • Skýr farvegur fyrir styrkveitingar bankans.
Hæstu styrkir árið 2014 < 1.000.000 kr.  
Þróunarsjóður ferðaþjónustunnar – Ísland allt árið 20.000.000 kr.
Samfélagsstyrkir – 50 styrkir 15.000.000 kr.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum 11.000.000 kr.
Knattspyrnusamband Íslands 7.500.000 kr.
Námsstyrkir – 15 styrkir 6.000.000 kr.
Umhverfisstyrkir – 14 styrkir 5.000.000 kr.
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð 5.000.000 kr.
UMFÍ 3.500.000 kr.
Afreksstyrkir – 11 styrkir 3.000.000 kr.
Menningarnætursjóður 3.000.000 kr.
Spítalinn okkar 2.500.000 kr.
KKÍ 2.250.000 kr.
Ráðstefnuborgin Reykjavík 2.000.000 kr.
Listahátíð í Reykjavík 2.000.000 kr.
Innovit – Gulleggið 1.850.000 kr.
Ljósanótt – bæjarhátíð í Reykjanesbæ 1.500.000 kr.
Listasafn Íslands 1.300.000 kr.
Barnaspítalasjóður Hringsins 1.000.000 kr.
Hjálparstarf kirkjunnar, aðstoð innanlands 1.000.000 kr.
Mæðrastyrksnefnd, aðstoð innanlands 1.000.000 kr.
Rauði kross Íslands, aðstoð innanlands 1.000.000 kr.
UNICEF, landssöfnun til hjálparstarfs í Vestur-Afríku 1.000.000 kr.
Skylmingasamband Íslands 1.000.000 kr.
Hæstu styrkir - flokkað
Samfélagsstyrkir - blandað
Samfélagsstyrkir – 50 styrkir 15.000.000 kr.
   
Mannúð
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð 5.000.000 kr. 
Spítalinn okkar 2.500.000 kr. 
Barnaspítalasjóður Hringsins 1.000.000 kr.
Hjálparstarf kirkjunnar, aðstoð innanlands 1.000.000 kr.
Mæðrastyrksnefnd, aðstoð innanlands 1.000.000 kr.
Rauði kross Íslands, aðstoð innanlands 1.000.000 kr.
UNICEF, landssöfnun til hjálparstarfs í Vestur-Afríku 1.000.000 kr.

 
Menning
Menningarnætursjóður 3.000.000 kr.
Listahátíð í Reykjavík 2.000.000 kr.
Ljósanótt - bæjarhátíð í Reykjanesbæ 1.500.000 kr.
Listasafn Íslands 1.300.000 kr.


Menntun
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum 11.000.000 kr.
Námsstyrkir - 15 styrkir 6.000.000 kr.


Íþróttir
Knattspyrnusamband Íslands 7.500.000 kr.
UMFÍ 3.500.000 kr.
Afreksstyrkir - 11 styrkir 3.000.000 kr.
KKÍ 2.250.000 kr. 
Skylmingasamband Íslands 1.000.000 kr. 
   
Nýsköpun og atvinnulíf
Þróunarsjóður ferðaþjónustunnar - Ísland allt árið 20.000.000 kr.
Ráðstefnuborgin Reykjavík 2.000.000 kr.
Innovit - Gulleggið 1.850.000 kr. 
   
Umhverfismál
Umhverfisstyrkir - 14 styrkir 5.000.000 kr.