Samfélagsleg ábyrgð


Mikilvægasta hlutverk Landsbankans er að tryggja ábyrgan rekstur. Tryggja þarf að starfsemi sé í fullri sátt við samfélagið og um leið að arðsemi sé viðunandi fyrir hluthafa. Þannig rennur ávinningur til bæði samfélags og eigenda. Samfélagsábyrgð er því veigamikill þáttur í starfi Landsbankans og rík áhersla er lögð á að hún sé samþætt stefnumörkun bankans í heild.

Fara neðar

Landsbankinn leggur áherslu á að viðskiptavinir og aðrir sem starfsemi bankans snertir geti verið vissir um að í rekstri hans sé fullnægjandi tillit tekið til umhverfisþátta, félagslegra þátta og viðmiða um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Með þessu horfir Landsbankinn til framtíðar en byggir um leið á sterkri hefð, þar með talið á áralangri samfélagsþátttöku sem er ein af stoðum samfélagsábyrgðar bankans.

Samfélagsábyrgð Landsbankans er á ábyrgð framkvæmdastjórnar bankans. Í upphafi árs 2011 var ráðinn til starfa sérfræðingur sem hefur það verkefni að skipuleggja innleiðingu samfélagsábyrgðar í starfsemi bankans. Þetta frumkvæði vakti verðskuldaða athygli og hefur Landsbankinn lagt mikla áherslu á að kynna hugmyndir sínar um samfélagsábyrgð á opinberum vettvangi.

Erlend viðmið

Samfélagsskýrsla Landsbankans er rituð árlega samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) og er birt á vef bankans á sama tíma og ársskýrsla. Í henni er miðlað samanburðarhæfum upplýsingum frá ári til árs og áhersla lögð á að leggja fram greinargóðar upplýsingar um aðferðafræði við innleiðingu og þróun samfélagsábyrgðar í Landsbankanum. Samfélagsskýrslan gegnir einnig hlutverki framvinduskýrslu til Global Compact, en Landsbankinn fylgir viðmiðum hnattræns samkomulags Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum.

Landsbankinn fékk aðild að United Nations Principles for Responsible Investment (UN PRI) í byrjun árs 2013. Stefna Landsbankans um ábyrgar fjárfestingar er sett með hliðsjón af reglum UN PRI og tekur mið af reglum um áhættuvilja, stórar áhættuskuldbindingar og hámark heildaráhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu, lausafjáráhættu og góða stjórnarhætti.

Samfélagsskýrsla Landsbankans

Samfélagsskýrsla Landsbankans er rituð árlega samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) og er birt á vef bankans á sama tíma og ársskýrsla.

Lesa samfélagsskýrslu Landsbankans

Stefnu um ábyrgar fjárfestingar er ætlað að skilgreina ramma sem gerir bankanum kleift að samþætta samfélagsábyrgð í fjárfestingarákvarðanir. Slík stefna hefur að mati Landsbankans jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og dregur því úr rekstraráhættu bankans.

Meginatriði jafnréttisstefnunnar

  • Í Landsbankanum eiga karlar og konur jafna möguleika til starfa og stjórnarsetu.
  • Landsbankinn stefnir að jöfnu hlutfalli kynja meðal starfsmanna bankans og forðast að skilgreina störf sem karla- eða kvennastörf.
  • Landsbankinn greiðir körlum og konum sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.
  • Landsbankinn leggur áherslu á að starfsmenn geti samræmt vinnu sína og einkalíf.
  • Landsbankanum gætir þess að bæði kyn hafi jöfn tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.
  • Í Landsbankanum líðast hvorki einelti, fordómar né kynbundin eða kynferðisleg áreitni.

Jafnréttis- og starfsmannamál

Jafnréttis- og starfsmannastefna Landsbankans mynda órjúfanlega heild. Með jafnréttisstefnu Landsbankans vill bankinn leggja áherslu á að allir eigi jafna möguleika óháð kynferði, aldri, uppruna, kynhneigð, fötlun, trúarbrögðum eða annarri menningarlegri stöðu. Nánari upplýsingar um jafnréttisstefnu Landsbankans má finna á vef bankans.

Landsbankinn leggur áherslu á að ráða jafnt konur sem karla í stjórnunarstöður. Nú eru 4 af 7 framkvæmdastjórum konur og þær eru fjölmargar í öðrum stjórnunarstöðum. Það er markmið Landsbankans að tryggja jafnrétti innan bankans og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum.

Samstarf á sviði samfélagsábyrgðar

Landsbankinn tekur þátt í samstarfi á sviði samfélags- ábyrgðar innanlands og utan. Landsbankinn var eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að stofnun Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, árið 2011. Landsbankinn er þátttakandi í Global Compact á heimsvísu og félagi í Global Compact á Norðurlöndum. Landsbankinn hefur skrifað undir reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og er einn af stofnaðilum UNEP FI (United Nations Environment Programme – Finance Initiative).

Verkefni samfélagsábyrgðar

Fjölmörg verkefni sem bankinn vinnur að eru tengd samfélagsábyrgð. Þau tengjast rekstrinum, starfsfólkinu og samfélaginu og miða að sparnaði í rekstri, betri nýtingu fjármuna, heilbrigðari lífsmáta og jákvæðri þátttöku bankans og starfsmanna í verkefnum utan bankans. Nánari upplýsingar um ýmsar mælingar á sviði samfélagsábyrgðar er að finna í skýrslu bankans um samfélagsábyrgð.