Landsbankinn hefur á stefnuskrá sinni að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem metnaður, frumkvæði og hæfileikar starfsfólks fá notið sín.
Mikilvægasta hlutverk Landsbankans er að tryggja ábyrgan rekstur. Tryggja þarf að starfsemi sé í fullri sátt við samfélagið um leið og arðsemi sé viðunandi fyrir hluthafa. Þannig rennur ávinningur til bæði samfélags og eigenda.
Landsbankinn styður fjölmörg samfélagsverkefni með beinum fjárframlögum og samstarfssamningum.