Helstu atriði ársreiknings


„Afkoma Landsbankans á árinu 2014 var góð og fjárhagsstaðan er traust. Eiginfjárhlutfallið er með því hæsta sem þekkist meðal banka um víða veröld og lausafjárstaðan með ágætum, þrátt fyrir að bankinn hafi greitt út 20 milljarða króna arð til hluthafa á árinu, töluverðan útlánavöxt og verulega fyrirframgreiðslu inn á skuld bankans við LBI hf.“

- Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans; úr fréttatilkynningu 26. febrúar 2015

Skoða ársreikninginn (pdf)

Fara neðar
Kennitölur  31.12.2014 31.12.2013
Hagnaður eftir skatta 29.737 28.759
Hreinar vaxtatekjur 28.073 34.314
Rekstrartekjur 63.149 65.581
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta 16,7% 17,6%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 12,5% 12,4%
Eiginfjárhlutfall (CAR)  29,5% 26,7%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna  2,4% 3,1%
Vaxtamunur + virðisbreytingar í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna  4,2% 4,7%
Kostnaðarhlutfall*  56,0% 42,9%
Lausafjárhlutfall 39% 50%
Lausafjárhlutfall LCR alls  131% 102%
Lausafjárhlutfall LCR FX  614% 208%
Heildareignir  1.098.370 1.151.516
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina  130,3% 149,0%
Stöðugildi 1.126 1.183

* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls að frátalinni gjaldfærslu vegna hlutabréfatengdra launaliða / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar)
Allar upphæðir eru í milljónum króna

Rekstrarhagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna á árinu 2014 samanborið við 28,8 milljarða króna á árinu 2013. Arðsemi eigin fjár var 12,5% samanborið við 12,4% arðsemi á árinu 2013. Eiginfjárhlutfall bankans hefur aldrei verið hærra og nam það 29,5% í árslok 2014 samanborið við 26,7% eiginfjárhlutfall í upphafi ársins.

Hagnaður (m. kr.)
Arðsemi eigin fjár
Eiginfjárhlutfall (CAR)

Vaxtamunur bankans, hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu efnahagsreiknings, lækkaði verulega milli ára eða um 6,2 milljarða króna. Á árinu 2014 var vaxtamunurinn 2,4% samanborið við 3,1% ári fyrr.

Lækkun tekna auk hækkunar á rekstrarkostnaði, að slepptum áhrifum af hlutabréfum til starfsmanna, gerir það að verkum að hlutfall kostnaðar af tekjum án virðisbreytinga útlána var 56% á árinu 2014 samanborið við 42,9% á árinu 2013.

 

Efnahagsreikningur

Heildareignir bankans námu 1.098 milljörðum króna í árslok 2014 og lækkuðu þær um 5% á árinu.

Helstu breytingar á eignahlið efnahags Landsbankans á árinu 2014 voru þær að skuldabréfaeign bankans lækkaði um 47 milljarða og útlán til viðskiptavina hækkuðu um 38 milljarða króna. 

Á skuldahlið voru þær breytingar helstar að innlán viðskiptavina jukust um tæpa 95 milljarða króna og innlán fjármálafyrirtækja lækkuðu um 113 milljarða króna. Á árinu 2014 fyrirframgreiddi Landsbankinn hf. 30 milljarða inn á skuldabréfið sem gefið var út til LBI hf, en í heildina lækkaði bréfið um tæpa 38 milljarða á árinu vegna fyrirframgreiðslu og styrkingar krónunnar á árinu.

Vegna hagnaðar bankans upp á 29,7 milljarða króna á árinu 2014 hækkar eigið fé hans um 9,5 milljarða króna þrátt fyrir tæpa 20 milljarða króna arðgreiðslu á árinu.

Kostnaðarhlutfall
Heildareignir (m. kr.)
Vaxtamunur
Eignir 31.12.2014 31.12.2013 Breyting 2014 
Sjóður og innistæður í Seðlabanka 10.160 21.520  -11.360 -53%
Markaðsskuldabréf 243.589 290.595 -47.006 -16%
Hlutabréf 29.433 36.275 -6.842 -19%
Kröfur á lánastofnanir 49.789 67.916 -18.127 -27%
Útlán til viðskiptavina 718.355 680.468 37.887 6%
Aðrar eignir 28.832 29.719 -887 -3%
Eignir til sölu  18.212 25.023 -6.811 -27%
Samtals 1.098.370
1.151.516
-53.146 -5%
Skuldir og eigið fé 31.12.2014 31.12.2013 Breyting 2014 
Innlán frá fjármálafyrirtækjum 53.827 167.218 -113.391 -68%
Innlán frá viðskiptavinum 551.435 456.662 94.773 21%
Lántaka 207.028 239.642 -32.614 -14%
Aðrar skuldir 32.442 42.750 -10.307 -24%
Skuldir tengdar eignum til sölu 2.834 3.885 -1.051 -27%
Eigið fé 250.803 241.359 9.444 4%
Samtals 1.098.370 1.151.516 -53.146 -5%

Allar upphæðir eru í milljónum króna

Eigið fé (m. kr.)

Lausafjárstaða

Lausafjárstaða bankans bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt er áfram mjög sterk. Lausafjáreignir námu tæpum 235 milljörðum króna í lok árs 2014.

Lausafjáreignir sem hlutfall af innlánum voru 39% í árslok samanborið við 50% í byrjun ársins.

Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekja (LCR) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af heildar nettó útflæði á næstu 30 dögum miðað við álagsaðstæður.

Lausafjárþekja var 131% í lok árs 2014, en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 70%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 614%, en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%.

Lausafjárhlutfall
Lausafjárhlutfall LCR alls
 
Markmið Landsbankans
Lausafjárhlutfall LCR FX
 
Markmið Landsbankans
Lausafjáreignir 31.12.2014 31.12.2013 Breyting 2014 
Lausafé hjá seðlabönkum 10.160 11.506  -1.346 -12% 
Lán til fjármálastofnana (styttra en 7 dagar) 33.053 54.088 -21.035  -39% 
Skuldabréf hæf til endurhverfra viðskipta 191.478  244.846  -53.368  -22% 
Lausafjáreignir samtals 234.691
310.440
-75.749  -24% 

Allar upphæðir eru í milljónum króna

Þróun á lausafjáreignum árið 2014 (m. kr.)

Útlán til viðskiptavina námu 718 milljörðum króna í lok árs 2014 samanborið við 680,5 milljarða í byrjun ársins og hækkuðu þau um 6% á árinu.

Hækkun ársins skiptist í 162 milljarða króna vegna nýrra lána og 20 milljarða króna vegna gengisáhrifa, verðbóta og virðisaukningar. Á móti þessari hækkun koma 144 milljarðar króna vegna afborgana viðskiptavina bankans.

Heildareignir bankans hafa lækkað um 53 milljarða á árinu m.a. vegna þess að rífleg lausafjárstaða bankans í erlendum gjaldmiðlum gerði bankanum kleift að fyrirframgreiða um 30 milljarða til LBI hf.

Innlán fjármálafyrirtækja lækkuðu um 68%, eða 113 milljarða króna, og námu tæpum 54 milljörðum króna í lok árs.

Innlán viðskiptavina hækkuðu á árinu um 95 milljarða króna og voru þau 551 milljarður króna samanborið við 456 milljarða króna í upphafi árs. Þessar sveiflur skýrast af því að innlán frá fjármálafyrirtækjum í slitameðferð flokkast ekki lengur sem fjármálafyrirtæki og innlán þeirra bókast því sem innlán viðskiptavina.

Steinþór Pálsson, bankastjóri

Þegar allt er talið saman varðandi virðisbreytingar þeirra útlána sem færðust frá LBI hf. til Landsbankans við stofnun hans kemur í ljós að hreinar gjaldfærslur í rekstrarreikningi bankans vegna lána til heimila eru rúmir 12 milljarðar króna, eða -7% af kaupverði lánanna, og tekjufærsla vegna lána til fyrirtækja tæpir 25 milljarðar króna, eða +5% af þeim lánum.“

Eignir
Skuldir og eigið fé
Samsetning innlána (upphæðir í m. kr.)
Eignir til sölu (upphæðir í m. kr.)
Skuldir tengdar eignum til sölu (upphæðir í m. kr.)

Þann 8. maí 2014 komust Landsbankinn og slitastjórn LBI að samkomulagi um breytingar á skilmálum uppgjörsskuldabréfa sem samið var um í desember 2009. Lokagreiðsla Landsbankans til LBI verður innt af hendi í síðasta lagi í október 2026 í stað október 2018.

Landsbankinn hefur heimild til að greiða skuldina niður að hluta eða að fullu án kostnaðar, hvenær sem er á tímabilinu. Landsbankinn og slitastjórn LBI sömdu einnig um breytingar sem m.a. veita Landsbankanum rétt, við ákveðnar aðstæður, til að fresta greiðslu hluta þeirra fjárhæða sem eru á gjalddaga 2018 og 2020.

Þá lækkar lágmarksveðhlutfall úr 125% í 115% af eftirstöðvum skuldar á hverjum tíma. Vaxtakjör verða óbreytt til október árið 2018, þ.e. 2,9% álag ofan á LIBOR vexti. Eftir það fer vaxtaálagið stighækkandi. Upphaflega var skuldin 352 ma. kr. með skilyrta skuldabréfinu en var í lok liðins árs komin niður í 200 ma. kr.

Afborganir til LBI fyrir og eftir breytingar á skilmálum uppgjörsskuldabréfa (ma. kr.)

Rekstarhagnaður bankans á árinu 2014 nam 29,7 milljörðum króna samanborið við 28,8 milljarða króna á árinu 2013. Stórar sveiflur eru á milli ára. Á árinu 2014 tekjufærði bankinn háar fjárhæðir vegna virðisbreytinga útlána, eða 20,1 milljarða, sem er aukning um tæpa 12 milljarða.

Rekstrarreikningur 2014 2013 Breyting 
Hreinar vaxtatekjur 28.073 34.314 -6.241 -18%
Virðisbreyting 20.128 8.362 11.766 141%
Virðisbreyting vegna móttöku hlutabréfa 0 4.691 -4.691 -
Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu 48.201 47.367 834 2%



   
Hreinar þjónustutekjur  5.836 5.291 545 10%
Gjaldeyrisgengismunur 67 1.147 -1.080 -94%
Aðrar rekstrartekjur 9.045 11.776 -2.731 -23%
Afkoma fyrir rekstrarkostnað 63.149 65.581 -2.432 -4%



   
Laun og launatengd gjöld 13.567 12.613 954 8%
Gjaldfærsla vegna hlutabréfatengdra launaliða 0 4.691 -4.691 -
Önnur rekstrargjöld 8.545 8.050 495 6%
Afskriftir rekstrarfjármuna 942 818 124 15%
Tryggingasjóður innstæðueigenda 1.034 1.079 -45 -4%
Rekstrarkostnaður 24.088 27.251 -3.163 -12%
         
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga, að frádregnum skatti 465 2.712 -2.247 -83%
Hagnaður fyrir skatta  39.526 41.042 -1.516 -4%
         
Tekju- og bankaskattur 9.789 12.283 -2.494 -20%
Hagnaður ársins 29.737 28.759 978 3%

Allar upphæðir eru í milljónum króna

Skattar og gjöld til ríkis og stofnana námu 9,8 milljörðum árið 2014, sem er lækkun um 2,5 milljarða. Hreinar vaxtatekjur námu 28 milljörðum króna á árinu 2014 samanborið við 34,3 milljarða króna á árinu 2013. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna var 2,4% á árinu 2014 en 3,1% á árinu 2013.

Virðisbreytingar útlána hafa á undanförnum árum haft mikil áhrif á sveiflur í rekstarafkomu. Á árinu 2014 er færð virðisaukning á útlánum upp á 20 milljarða króna samanborið við 13 milljarða virðisaukningu á árinu 2013. Hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna á árinu 2014 sem er hækkun um 545 milljónir á milli ára. Sú hækkun byggist að langstærstum hluta á tekjum af sölu á fyrirtækjum.

Aðrar rekstartekjur námu 9,1 milljarði króna á árinu 2014 samanborið við 11,8 milljarða króna á árinu 2013. Aðrar rekstartekjur ársins 2014 eru að mestu hagnaður af hlutabréfum upp á um 6 milljarða króna og 616 milljóna króna tekjur af markaðsskuldabréfum. Einnig má nefna tekjur af sölu á hlut Landsbankans í kortafyrirtækjunum Valitor og Borgun.

Steinþór Pálsson, bankastjóri

„Landsbankinn stendur frammi fyrir því að nauðsynlegt er að auka hagkvæmni reglubundins rekstrar með lækkun kostnaðar og bættri tekjusamsetningu svo áfram takist að skila ásættanlegri arðsemi á eigið fé bankans.“
Úr fréttatilkynningu 26. febrúar 2015
Breyting milli 2013 og 2014 (upphæðir í m. kr.)

Rekstrarkostnaður ársins 2014 var 24,1 milljarðar en það er hækkun frá því árið 2013 þegar rekstrarkostnaðurinn var 22,6 milljarðar að teknu tilliti til gjaldfærslu vegna hlutabréfa starfsmanna. Launakostnaður hækkaði um tæpan milljarð á milli ára og annar rekstrarkostnaður hækkaði um 500 milljónir á milli ára. Kostnaðarhlutfallið fyrir árið reiknast 56%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstrargjalda bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum útlána. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 57 á árinu 2014, úr 1.183 í 1.126.

Afkoma 2014 (upphæðir í m. kr.)